Ellaprófið 2022

ISCh, ISJCh, NORDICCh, RW-18-21 Fóellu Aska hlaut 1. einkunn og var valin besti hundur prófs í dag, á öðrum degi Ellaprófsins sem haldið er af Fuglahundadeild. Glæsilegur árangur hjá Ösku og hin eftirsótta Ellastytta fellur nú annað árið í röð til bretona. Alsystir og gotsystir Ösku, Fóellu Snotra, hlaut styttuna á síðasta ári. Við óskum Eydísi og Helga hjartanlega til hamingju með þennan frábæra árangur. Öðrum einkunnahöfum óskum við einnig hjartanlega til hamingju með árangur helgarinnar.

Helgi annar eigandi og leiðandi Ösku ásamt dómara prófsins Guðjóni og Einari Erni dómaranema.