Ellapróf FHD 8.-9. mars 2025
Fyrsta veiðipróf ársins fór fram í blíðskapar veðri á sunnlensku heiðunum um síðustu helgi. Ellaprófið, svokallaða, er haldið til minningar um Erlend Jónsson fuglahundadómara sem var einn af upphafsmönnum fuglahundasportsins hér á landi. Prófið var vel sótt og mættu 13 hundar til leiks um helgina sem allir voru skráðir í opinn flokk. Að þessu sinni tóku 4 Bretonar þátt eða þau Fagradals Bella, Hraundranga AT Mói, Assa og Ísey. Dómarar voru Einar Kaldi Rafnsson og Kjartan Lindbøl frá Noregi.
Á laugardaginn fengu 5 hundar einkunn og þar af fékk Hraundranga AT Ísey 2.einkunn.
Á sunnudeginum komu 4 einkunnir í hús og þar af fengu Hraundranga AT Assa 3.einkunn og Hraundranga AT Ísey 2.einkunn ásamt því að vera valinn besti hundur prófsins þann daginn. Fagradals Bella og Hraundranga AT Mói náðu því miður ekki að nýta sín tækifæri til einkunnar að þessu sinni.
Við óskum Guðjóni og Ísey, Haraldi og Össu innilega til hamingju með árangurinn sem og öðrum einkunnahöfum prófsins og þess má geta að Kaldbaks Orka og Eyþór voru handhafar Ella-styttunnar þetta árið og óskum við þeim sérstaklega til hamingju með það. Við þökkum Fuglahundadeild og styrktaraðilum prófins fyrir frábært próf.