Ella-próf FHD 2024

Fyrsta veiðipróf ársins var haldið nú um helgina 16.-17. mars af Fuglahundadeild HRFÍ sunnan heiða.
Alls tóku 6 bretonar þátt, Hrímlands HB Rökkvi í OF og Fagradals Bella Blöndal, Myrtallens Ma Björt
og Hraundranga AT Ísey, Mói og Ugla í UF. Tvö blönduð partý voru haldin báða dagana og dómarar voru Einar Örn Rafnsson og Tore Chr Røed.
Aðeins Fagradals Bella Blöndal náði einkunn á laugardeginum og landaði þar 1. einkunn ásamt því að vera valinn besti unghundur prófsins þann daginn. Leiðandi Bellu var eigandi hennar Svafar Ragnarsson og dómari var Einar Örn.

Sunnudagurinn var því miður einkunnalaus hjá bretonum að þessu sinni og fer bara í reynslubankann hjá þeim öllum.
Við óskum Fagradals Bellu Blöndal og Svafari innilega til hamingju með 1. einkunnina sem og öðrum einkunnahöfum helgarinnar. Þökkum FHD fyrir gott próf.

Fagradals Bella Blöndal 1. einkunn