Veiðieiginleikar
Breton er fjölhæfur bendir með mikla veiðiástríðu. Hann er þekktur fyrir næmt lyktarskyn, einbeitta leit, breitt leitarmynstur og ekki síst fyrir öryggi á standi. Árangur bretona í vinnu eftir skot, jafnvel við erfiðar aðstæður í vatni, er góður oft framúrskarandi. Hann er einnig traustur í sækivinnu á landi. Vegna nefsins er hann notaður af sumum veiðimönnum í sporavinnu en hann er ekki talinn henta vel til veiðar á rándýrum.
Breton er klassískur bendir fyrir veiðar á minni fuglum.
(Lauslega þýtt af: http://www.der-bretone.de/index.php?id=301)
Hér á landi er breton notaður á rjúpu, gæs og önd.