Sækipróf sumar 2016

Í júní fór fram fyrsta sækipróf sumarsins. Niðurstöður má finna undir fréttum á heimasíðu Fuglahundadeildar. Næsta sækipróf fer fram 6. og 7. ágúst. Skráningarfrestur er til 27. júlí. Upplýsingar um skráningar í sækipróf er að finna á heimsaíðu  Fuglahundadeildar.

Góður árangur bretona í Kaldaprófinu

Það er ánægjulegt að færa góðar fréttir af bretonum á Íslandi. Í Kaldaprófinu sem fór fram helgina 6. – 8. maí stóð Vinterfjellet’s Bk Héla sig hreint frábærlega. Laugardaginn 7. maí hljóp hún í 1. einkunn og var valin besti hundur prófs. Á sunnudeginum hlaut hún 2. einkunn og var valin besti hundur prófs. Hjartanlega til […]

Kaldaprófið 2016

Senn líður að einum stærsta viðburði ársins hjá Fuglahundadeild, Kaldaprófinu. Kaldaprófið er haldið á norðurlandi ár hvert og er jafnan vel sótt. Bæði erlendir og innlendir dómarar dæma í prófinu sem er þriggja daga próf. Það sem gerir þetta próf einstaklega skemmtilegt er samvera manna og hunda, sameiginlegir málsverðir og síðast en ekki síst hefðbundin […]