Bretonfréttir

Í dag, á lokadegi Kaldaprófsins sem fram fór um helgina, nældi Fóellu Aska sér í 2. einkunn og var valin besti hundur prófs í unghundaflokki. Engir aðrir bretonar náðu einkunn eða sæti í keppnisflokki í dag.
Helgin var hreint út sagt stórkostleg fyrir þá bretoneigendur sem tóku þátt. Þessi minnsta tegund fuglahunda er heldur betur búin að gera það gott þessa önnina í veiðprófum. Fóellu Aska hlaut einnig í gær farandgripinn “Karra Kalda” sem er veittur þeim hundi sem á samtals flesta standa eftir föstudag og laugardag þessa prófhelgi.

Með Kaldaprófinu lýkur prófárinu í heiðarprófum fuglahunda. Eigendum bretona sem hlutu einkunnir er enn og aftur óskað til hamingju. Pétri Alan og öðrum sem sendu okkur myndir frá prófinu eru færðar kærar þakkir fyrir.