Bretonfréttir
Helgina 13. – 14. október var haldið veiðpróf Enska setadeildar. Það var unghundurinn Rypleja’s Klaki sem kom sá og sigraði sinn flokk báða dagana. Hann hljóp sig í 1. einkunn og heillaði dómarann uppúr skónum. Það kemur ekki á óvart því Klaki er ekki aðeins mjög efnilegur og skemmtilegur veiðihundur heldur býr hann yfir einstöku heillandi geðslagi.
Um leið og við óskum Dagfinni Smára og Klaka til hamingju með þennan frábæra árangur sendum við öllum sem hlutu einkunn þessa helgi hamingjuóskir með sína hunda.