Bretonar í Kaldaprófinu

Um næstu helgi verður hið margrómaða Kaldapróf Fuglahundadeildar. Prófið er haldið fyrir norðan á svæðum í kring um Akureyri.

Það er ánægjulegt að segja frá því að fjórir bretonar taka þátt í þessu prófi. Ber þá fyrst að nefna Byl sem er faðir Fóellu gots C.

Bylur og Stefán

Svo Fóellu Kolku sem keppir í opnum flokki og keppnisflokki. Skemmst er að minnsta þess að hún hlaut 1. einkunn í Írsksetaprófinu á dögunum og var valin besti hundur prófs annan prófdaginn, þann eina sem hún tók þátt í opnum flokki.

Í unghundaflokki hlaupa þrír bretonar. Það eru nýliðarnir Fóellu Aska og Fóellu Skuggi   afkvæmi Byls og Össu sem eru að taka þátt í sínu fyrsta veiðiprófi og svo hinn stórefnilegi Rypleja´s Klaki sem hlaut sína aðra 3. einkunn unghundaflokki í vetur í Írsksetaprófinu.

Það verður gaman að fylgjast með þeim og hinum stórgóðu öðrum tegundum fuglahunda sem taka þátt í Kaldaprófinu 2018.