Bretonar á sýningu Hrfí
Fóellu Aska átti frábæran dag á sýningu Hrfí. Hún hlaut 1. einkunn og var vali besti hundur tegundar (BOB 1. EXC).
Puy Tindur De La Riviere Ouareau hlaut 1. einkunn og var valinn besti rakki tegundar (BOS 1. EXC). Við óskum Eydísi og Helga hjartanlega til hamingju með þennan glæsilega árangur.
Aðrir Bretonar sem tóku þátt í sýningunni í dag Bylur og Pi Blika De la Riviere Ouareau hlutu einnig 1. einkunn. Blika hlaut jafnframt íslenskt meistarastig. Við óskum eigendum hjartanlega til hamingju með hundana sína. Við erum sannarlega rík að eiga svona vel byggða bretona og allt eru þetta nú þegar orðin og verðandi ræktunardýr. Dómari bretona í dag var Antoan J. Hlebarov frá Búlgaríu.