Breton

Um síðustu helgi fór fram sýning hjá Hrfí. Tveir hundar héldu uppi heiðri bretona á Íslandi þær NORDICCh ISCh ISJCh RW 18-21 Fóellu Aska og Hrímalands KK2 Ronja. Þær stóðu sig með mikilli prýði. Fóellu Aska er þrautreynd og titluð í bak of fyrir í sýningarhringnum og að sögn eigenda mun hún ekki birtast þar aftur þar fyrr en hún verður komin á eftirlaun. Þá fær hún að trítla í öldungaflokki. Hrímlands KK2 Ronja er hinsvegar rétt að byrja sinn sýningarferil og verður gaman að fylgjast með henni á næstu árum.

NORDICCh ISCh ISJCh RW 18-21 Fóellu Aska hlaut 1. Excellent og var valin besti hundur tegundar (BOB) og nældi sér í sitt síðasta alþjóðlega meistarastig (CACIB). Eigendur hennar þau Helgi og Eydís Elva geta nú sótt um titilinn Alþjóðlegur meistari (C.I.B.). Fóellu Aska er eini núlifandi bretoninn á Íslandi sem hefur hlotið þann titil.

Viðar og Hrímlands KK2 Ronja tóku sig vel út í hringnum og hlutu “Very Good”

Dómari á sýningunni var Juha Putkonen frá Finnlandi. Við óskum eigendum og sýnendum hjartanlega til hamingju með árangurinn.