Fréttaannáll 2018 – Gleðilegt nýtt bretonár!
Þá er gleðiárið 2018 senn á enda og ekki úr vegi að líta aðeins yfir öxl.
2018 var flott ár hjá okkur í Breton og yfir miklu að gleðjast sem og þeim árum sem framundan eru.
Fóellu Aska Mætti galvösk til leiks og sýndi góða takta og náði 1x 1.einkun og 2x 2.einkun á veiðiprófum og fékk Exelent ásamt meistara stigum á sýningum. Veiddi hún vel á veiðitímabilinu nú í haust bæði önd og rjúpu.
Fóellu Snotra mætti einnig ný til leiks og stóð sig ansi vel, fékk 1x 2.einkun á veiðiprófi og Exelent á sýningu. Snotra og Kári veiddu vel nú í haust og ekki annað að heyra en þar fari magnað par.
Fóellu Skuggi nelgdi 2x 3.einkun á veiðiprófum og gerði flott mót í haustveiðinni hvort sem það var í önd, gæs eða rjúpu.
Rypleja’s Klaki kom ferskur inn í stofnin okkar í desember 2017 og náði góðum tökum á rjúpuni strax í byrjun. Klaki náði 3x 1.einkun 2x 2.einkun 2x 3.einkun á veiðiprófum og Exelent á sýningu ásamt að landa 4 sæti í grúbbu 7. Klaki varð einnig faðir 5 flottra hvolpa á haustmánuðum og fagnaði hann með frábæru veiðitímabili á rjúpu.
Fóellu Kolka er öllu vön og tók að sér nýtt hlutverk nú í haust og gaut 5 fallegum og hraustum Breton hvolpum sem var kærkomin viðbót í stofnin okkar. Kolka landaði 2x 1.einkun 1x 2. einkun í opnum flokk og 4 sæti í keppnisflokk. Vegna hvolpa stúss komst Kolka einungis einn veiðidag á rjúpu í haust og stóð sig vel eins og alltaf.
Ættmóðirin Midtvejs Assa náði 3. sæti í keppnisflokk núna komin á 9 árið og hefur séð um uppeldi á Norðan Garra með Don Breton.
Bylur og Stefán átti flott haust í veiðinni og sköffuðu þeir félagar vel í kistu heimilisins. Einnig nældu þeir félagar sér í eina 3. einkunn í veiðiprófi.
Það þarf bæði mikinn áhuga, tíma og svo fylgi því heilmikill kostnaður að leggja á sig ferðir af austfjörðum á vesturlandið til að taka þátt í veiðiprófum.
Þeir Bylur, Skuggi og aðrir Austfjarðarvíkingar leggja vonandi land undir fót á nýju ári til að taka þátt í sýningum og prófum. Sama má auðvitað segja um þá sem búa á norðurlandi. Þeir þurfa einnig að fara um langan veg en einungis eitt veiðpróf var haldið á landsbyggðinni á síðasta ári. Norðanfólkið kom í mörg veiðipróf og á sýningar sem nær undantekningalaust eru haldnar á Reykjavíkursvæðinu.
Með fjölgun og aukinni virkni eigenda veiðihunda úr grúbbu 7 sem búa í dreifaðari byggðum myndast vonandi þrýstingur á það að allavega veiðpróf fyrir fuglahunda verði haldin víðar um landið.
Þeir félagar Stefán og Dagfinnur fluttu á þessu góða ári inn fagmann í þjálfun veiðihunda í grúppu 7. Var þetta í annað sinn sem Mattias Westerlund kemur hingað til að kenna. Námskeiði var haldið í Eyjafirði og var mjög vel heppnað enda Mattias frábær kennari.
Innflutt voru á árinu 2018 þau Fjellamellas AC Nordan Garri frá Noregi og Almkullens Hríma frá Svíþjóð.
Fóellu Kolka er öllu vön og tók að sér nýtt hlutverk nú í haust og gaut 5 fallegum og hraustum Breton hvolpum sem var kærkomin viðbót í stofnin okkar. Kolka landaði 2x 1.einkun 1x 2. einkun í opnum flokk og 4 sæti í keppnisflokk. Vegna hvolpastúss komst Kolka einungis einn veiðidag á rjúpu í haust en stóð sig vel eins og alltaf
Nýtt ræktunarnafn leit dagsins ljós. “Hrímlands” var samþykkt hjá Hrfí og hafa hvolparnir undan Kolku og Klaka nú öll eignast fjölskyldur og nöfn.
Þau heita Hrímdals- KK Bella, KK Fiðla, KK Skíma, KK Stormur og KK Vetur. Tíminn einn mun leiða í ljós getu þeirra og afrek 🙂 Síðurnar þeirra á breton.is eru í vinnslu.
Það eru til 24 Breton hundar á Íslandi í dag og efast ég ekki um að þeir séu allir eigendum sínum til ómældrar skemmtunar og gleði bæði í leik og veiði.
Þessi samantekt tekur eingöngu á þeim sem hafa tekið þátt í veiðiprófum eða sýningum á árinu 2018. Ekki er annað að heyra á nýjum eigendum bretona á Íslandi, sem telja nú 13 fjölskyldur, að allt gangi vel.
Auðvitað skiptast á skin og skúrir í uppeldi en reyndari menn meðal bretoneigenda eru ávallt tilbúnir að veita aðstoð og góð ráð. Við erynum einnig að vera duglega að deila efni um þjálfun og uppeldi á nýja eigendur.
Breton hefur löngu sannað að hann er frábær veiði- og fjölskylduhundur sem hentar einkar vel fyrir íslenskar aðstæður því hann er harðger, hraustur og með sterka þófa. Alþjóðlegt slagorð fyrir breton sem við þýddum “Lítill hundur mikil gæði” er sannarlega rétt.
Framtíðin er björt og stefnum við á að para Fóellu Kolku aftur á árinu 2019 og verður það hennar síðasta got.Við munum vonandi sjá töluvert til Breton á sýningum sem og á veiðiprófum á árinu 2019
Gleðilegt ár öll og allra bestu þakkir með 2018.
fyrir hönd og með kveðju frá Bretonklúbbnum,
Dagfinnur Smári