Alþjóðleg sýning HRFÍ 7.okt 2023
Tveir Bretonar voru sýndir á haustsýningu HRFÍ nú um helgina en það voru þær Hraundranga AT Ugla og Netta. Tegundahópur 7 var nú dæmdur af Maija Mäkinen frá Finnlandi.
Hraundranga AT Ugla var að taka þátt í sinni fyrstu sýningu og tók þátt í eldri hvolpaflokknum (6-9 mán). Ugla var sýnd af Óskari og hlaut hún Sérlega lofandi (SL) umsögn og varð besti hvolpur tegundar.
Netta var sýnd af Erlu Heiðrúnu í unghundaflokki og hlaut Very Good dóm.
Tíkurnar stóður sig báðar vel, við óskum þeim til hamingju með sýningarárangurinn og það verður gaman að fylgjast með þeim á komandi sýningum.