Alþjóðleg Norðurljósasýning HRFÍ 1.-2. mars 2025

Um síðustu helgi var fyrsta sýning ársins og mættu að þessu sinni 5 bretonar í dóm. Dómari var Jeff Horswell frá Englandi og dæmdi hann bretona á sunnudeginum en mætt voru þau Hrímlands KK2 Blús, Hraundranga AT Blue, Netta, Hraundranga AT Ísey og Myrtallens MA Björt.

Netta kom, sá og sigraði, var sýnd í meistaraflokki af Sigrúnu og endaði sem besti hundur tegundar (BOB) og fékk þar af leiðandi 1 stk. Alþjóðlegt stig (CACIB) á 3ja ára afmælisdaginn sinn. Til hamingju Netta 🙂

Netta – Excellent – BOB

Eftirfarandi úrslit voru:
Myrtallens MA Björt var sýnd af Eydísi í vinnuhundaflokki og fékk Excellent, íslenskt stig og vara alþjóðlegt stig
Hraundranga AT Ísey Lóa var sýnd í vinnuhundaflokki af Guðjóni og fékk Excellent
Hraundranga AT Blue var sýndur í opnum flokki af Elínu og fékk Excellent
Hrímlands KK2 Blús var sýndur í opnum flokki af Sigrúnu og fékk Very Good

Myrtallens MA Björt – Excellent
Hraundranga AT Ísey – Excellent
Hraundranga AT Blue – Excellent
Hrímlands KK2 Blús – Very Good

Við óskum Nettu innilega til hamingju með árangurinn á afmælisdaginn sem og þeim Björt, Ísey, Blue og Blús með sína dóma.

Áfram Breton