Alþjóðleg haustsýning HRFÍ 28.-29.09.24

Alþjóðleg haustsýning HRFÍ fór fram nú um helgina og tóku 4 bretonar þátt að þessu sinni eða þau Netta og Hraundranga systkinin Blue, Ugla og Ísey Lóa. Dómari var Ramune Kazlauskaite frá Litháen og dæmdi hún breton á sunnudeginum. Úrslit sýningar voru eftirfarandi:

Hraundranga AT Ísey Lóa (unghundaflokkur) varð besti hundur tegundar (BOB) með Excellent, Íslenskt og alþjóðlegt stig CACIB
Hraundranga AT Blue (unghundaflokkur) varð besti hundur af gangstæðu kyni (BOS) með Excellent, Íslenskt og alþjóðlegt stig CACIB
Netta (meistaraflokkur) varð önnur besta tík með Excellent og vara alþjóðlegt stig R.CACIB
Hraundranga AT Ugla (unghundaflokkur) fékk Very Good

Hraundranga AT Ísey Lóa hélt síðan áfram í úrslitahring í tegundahópi 7 og hafnaði þar í 4.sæti sem er glæsilegur árangur og er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem Breton nær sæti í úrslitum fyrir standandi fuglahunda í tegundahópi 7. Til hamingju Guðjón og Hraundranga Ísey 🙂

Hraundranga AT Ísey Lóa – 4.sæti í grúbbu 7

Við óskum Hraundranga Blue, Nettu, Hraundranga Uglu og eigendum þeirra til innilega hamingju með árangurinn og segjum bara ÁFRAM BRETON 🙂

Hraundranga AT Blue (BOS)- dómari Ramune Kazlauskaite- Hraundranga AT Ísey (BOB)
Netta og Sigrún – Excellent
Hraundranga AT Ugla og Óskar – Very Good