Sækipróf FHD 9.-10. ágúst 2025
Síðasta sækipróf sumarsins fór fram helgina 9-10. ágúst og var haldið af FHD. Prófið var haldið í og við Kleifarvatn og dómari var Dag Teien frá Svíþjóð. Að þessu sinni var 1 Breton skráður eða Hraundranga AT Mói en Mói og Kári voru að mæta í sitt fyrsta sækipróf. Mói var skráður báða dagana og nældi hann sér í 1. einkunn í OF á sunnudeginum þar sem hann fékk 10 fyrir vatn, 10 fyrir leit og 8 fyrir spor. Við óskum Móa og Kára innilega til hamingju með árangurinn sem og öðrum þátttakendum í prófinu. FHD fær þakkir fyrir frábært próf.
Áfram Breton