Frábær árangur Bretona í veiðiprófum haustsins 2022
Norðurhundar stóðu fyrir fyrsta heiðaprófi haustsins 2022 og fór það próf fram helgina 17-18. september á Vaðlaheiði. Dómari prófsins var Guðjón S. Arinbjarnarson en prófið var vel sótt og Bretonar röðuðu inn einkunnum báða dagana. Einungis var prófað í opnum flokki (OF) þar sem engir unghundar sóttu prófið.
Gaman er að segja frá því að Blika náði þeim áfanga þessa helgi að komast í hóp þeirra Bretona sem hlotið hafa 1. einkunn í heiðaprófi og er þar með komin með rétt til þátttöku í keppnisflokki.
Einkunnir 17. sept – OF
Klaki 1. einkunn og var valinn besti hundur prófs (BHP)
Hríma 1. einkunn
Blika 1. einkunn
Bylur 1. einkunn
Tindur 3. einkunn.
Einkunnir 18. sept – OF
Hríma 1. einkunn og BHP
Klaki 1. einkunn
Blika 1. einkunn
Tindur 2. einkunn
Bylur 3. einkunn.
Þetta er glæsilegur árangur og vert að óska Dagfinni, Stefáni og Eydísi til hamingju með árangur þeirra hunda.
Næsta próf var veiðipróf Fuglahundadeildar, Royal Canin Áfangafellsprófið, og var haldið 23-25. september á Auðkúluheiði. Dómarar voru Guðjón S. Arinbjarnarson og Leiv Jonny Weum í heiðaprófinu. Bretonar fjölmenntu aftur og áfram gekk vel og árangurinn lét ekki á sér standa.
Einkunnir 23. sept – OF
Bylur 1. einkunn og BHP
Tindur 2. einkunn
Einkunnir 24. sept – OF
Klaki 1. einkunn og BHP
Tindur 2. einkunn
Blika 2. einkunn
Bylur 3. einkunn
Keppnisflokkur 25. sept.
Klaki 1 .sæti
Bylur 3 .sæti
Hamingjuóskir til þessara hunda og eigenda þeirra. Þess má geta að Bylur náði þeim merka áfanga að eftir helgina uppfyllir hann öll þau skilyrði sem þarf til þess að vera titlaður sem Veiðimeistari og það fyrstur allra Bretona á Íslandi. Virkilega vel gert Bylur og Stefán 🙂
Síðasta próf haustsins var Líflandspróf Vorstehdeildar sem haldið var dagana 31. sept – 2. okt. Dómarar voru Tore Chr Røed og Pétur Alan Guðmundsson. Dagfinnur lagði land undir fót og skaust með Hrímu og Klaka suður til að taka þátt í keppnisflokki á loka degi prófsins. Þau komu, sáu og sigruðu þar sem Hríma hlaut 1. sætið og
Klaki 2. sætið. Innilega til hamingju Dagfinnur með Hrímu og Klaka.
Veiðiprófa vertíðin er búin þetta árið og við óskum öllum þeim Bretonum og eigendum þeirra sem tóku þátt og náðu í einkunnir á árinu 2022 innilega til hamingju.