Frábær árangur Hrímlandshunda
Almkullens Hríma var stigahæsti hundur FHD á veiðiprófum 2021. Bæði í opnum flokk og keppnisflokki. Einnig var hún stigahæsti veiðihundur í grúbbu 7 árið 2021. Bylur var 2. stigahæsti veiðihundur FHD ársins 2021 og Rypleja’s Klaki var í 3-6. sæti en eins og fram kom í síðasta pósti var Klaki meira og minna erlendis síðustu misseri og stóð sig þar frábærlega í veiðiprófum.
Almkullens Hríma var með 3x 1.eink og 1.sæti í KF
Bylur var með 1 sæti í KF
Rypleja’s Klaki var með 2.sæti KF
Fleiri Hrímlandshundar gerðu gott mót í vetur.
Hrímlands KK2 Ronja var stigahæsti unghundur FHD árið 2021 og systir hennar Hrímlands KK2 Móa var 2.stigahæst. Hrímlandsrækktun var stigahæsti ræktandi í unghundaflokki hjá FHD árið 2021.
Frábær árangur og frábærir hundar. Hamingjuóskir til Hrímlandsræktunar.