Bretonfréttir

Um síðustu helgi var haldið veiðpróf á vegum Vorstehdeildar. Prófið þótti takst mjög vel. Tveir erlendir dómarar komu til landsins til að dæma og auk þeirra dæmdu tveir íslenskir dómarar. Alls tóku fimm bretonar þátt að þessu sinni. Fjórir í unghundaflokki og einn í keppnisflokki.

Í opnum flokki hlaut Bylur 3. einkunn. Á myndinni er Bylur með eiganda sínum Stefáni og dómarinn Per Olai Stömner.

Unghundarnir Fóellu Aska og Rypleja’s Klaki stóðu sig einnig vel og hlutu 2. einkunn sunnudeginum. Hér eru þau með leiðendum og eigendum sínum Aska með Helga og Klaki með Dagfinni. Með þeim á myndinn er Pétur Alan Guðmundsson sem dæmdi blandað partí unghundaflokks og opins flokks í forföllum Guðjóns Arinbjörnssonar.

Við óskum þeim sem og öllum öðrum þátttakendur sem hlutu einkunn eða sæti í prófinu hjartanlega til hamingju.