Bretonfréttir!
Það er ekkert lát á góðu gengi bretona á Íslandi. Á fyrsta degi Kaldaprófsins nældi Rypleja´s Klaki sér í 2. einkunn og var valinn besti hundur prófs í unghundaflokki. Fóellu Skuggi sem var að hlaupa í sínu fyrsta prófi fékk 3. einkunn. Aldeilis gaman hvað þessum fallegu dýrum gengur vel. Aðrir bretonar náðu ekki einkunn í dag. Dagurinn var góður og allir kátir. Til hamingju með árangurinn Dagfinnur og Hákon. Á morgun laugardag hlaupa allir skráðir bretonar aftur bæði í unghunda-, opnum- og keppnisflokki.