Fréttaannáll haust 2016
Bretonar áttu gott haust í veiðiprófum, utanlandsferðum og námskeiðahaldi. Dagfinnur Smári setti saman pistil þegar líða fór að rjúpnavertíðinni 2016. Pistillinn var birtur á facebooksíðu Breton klúbbsins. Hann er birtur í heild sinni hér:
Það hefur verið mikið í gangi hjá okkur Breton fólki síðustu vikur og ætla ég að stikla á nokkrum góðum stundum.
Fjórir Bretonar tóku þátt í veiðiprófi í Áfangafelli í september og náðust þau markmið sem sett voru þó svo að okkur hefði getað gengið aðeins betur. Bylur náði 1.einkun og 2. einkun í unghundaflokk og var besti unghundur þessa prófs. Kolka náði 3.sæti í keppnisflokk.
Helgina eftir stóðum við í Team Breton Austfjarða fyrir fuglahunda námskeiði og fengum til okkar einn besta fuglahundaþjálfar norðurlanda Mattias Westerlund og var nokkuð vel mætt og mun þetta námskeið bæta okkur sem á það komum.
Við létum mjaðmamynda Byl og Hélu hjá Dyralaeknirinn Mosfellsbae og bíðum við niðurstaðna 🙂 (Niðurstaðan varð: AA :-))
í lok október fer góður hópur á HM fuglahunda í Danmörk og er það ætlun okkar að komast í kynni við ræktendur Breton hunda og mynda tengslanet til að leita í við frekari innflutning þessara frábæru tegundar.
Framundan er rjúpnavertíð og ef allt gengur upp er áætlað að para Byl og Össu í desember (pörun áætluð í janúar eða við fyrsta lóðarí) og síðan erum við að skoða innflutning á tík og rakka á næsta ári til frekari framgangs Breton á Íslandi. síðan ef allt ,allt gengur upp er Breton pörun aftur sumarið 2017.
Ég vill að lokum þakka nokkrum sem hafa gert okkur fært að ná árangri bæði á sýningum, veiðiprófum og með námskeiðið. Unnur Unnsteinsdóttir, Einar Örn, Jón Garðar Þórarinsson Mattias Westerlund Melabúðin (Pétur Alan Gudmundsson) og sennilega einhverjir fleiri 🙂 takk fyrir mig og okkur.
Dagfinnur Smári