Feldur

Feldur Bretona er millisíður, mjúkur, aðeins liðaður og hann er einfaldur í umhirðu. Burstun einu sinni í viku er nægjanlegt.

Stundum verða einstaklingar innan tegundar töluvert síðhærðir á eyrum og á milli þófa. Þá þarf að snyrta.

Viðurkenndir litir á breton eru orange (gulur)/hvítur, svartur/hvítur, liver(dökkbrúnn)/hvítur,  liver-þrílitir, svartir- þrílitir.

Leyfilegir litir eru taldir upp í alþjóðlegum staðli FCI. Sjá einnig litatöflu á vefsíðu franska bretonklúbbsins.