Írsk seta prófið

Ismenningens B-Billi

Veiðipróf Írsk seta deildarinnar fór fram um helgina. Prófið hófst fimmtudaginn 23. apríl og því lauk í dag 26. apríl með keppnisflokki.

Skráning í prófið var góð, þátttakendur vour ánægðir með stemningu, hunda og menn. Leiðendur samglöddust kollegum fyrir hverja einkunn og hvert sæti.

Því miður var ekki mikið um fugl í dag þegar keppnisflokkur fór fram og samkvæmt reyndum mönnum voru aðstæður erfiðar.

Þátttakendur nutu samverunnar með hundum sínum og

Fjórir bretonar voru í prófi um helgina. Fjórir í OF og þar af hljóp einn í keppnisflokki í dag. Midvejs XO. Leiðandi: Siggi Benni.

Tveir bretonar hlutu einkunn í OF. Fóellu Ari hlaut 3. einkunn á fimmtudaginn. Leiðandi: Albert Steingrímsson. Í  gær föstudag hlaut svo Ismenningens Billi 2. einkunn. Leiðandi: Ívar Þór Þórisson.

485513_10201354598687197_873146731_n

Helstu úrslit í prófinu voru þessi:

Fimmtudagur 23. apríl:

3. einkunn og besti hundur prófs í UF: Rjúpnabrekkur Funi. Leiðandi: Þorsteinn Friðriksson.
1. einkunn og besti hundur prófs í OF: Vatnsenda Kjarval. Leiðandi: Ásgeir Heiðar

Laugardagur 25. apríl:

2. einkunn og besti hundur prófs í UF: Rjúpnabrekku Þruma. Leiðandi: Þorsteinn Friðriksson.
1. einkunn og besti hundur próf í OF: Vatnsenda Kjarval. Leiðandi: Ásgeir Heiðar.

Sunnudagur 26. apríl:

1. sæti í keppnisflokki og meistarastig: Heiðnabergs Bylur von Greif. Leiðandi: Jón Garðar. Þórarinsson
2. sæti í keppnisflokki: Háfjalla Týri. Leiðandi: Einar Guðnason.

Úrslit og einkunnir sem náðust um helgina má finna á www.fuglahundadeild.is innan fárra daga.

Hjartanlega til hamingju með árangurinn einkunnahafar!

Rétt er að minna á að skráning er nú hafin í Kaldaprófið sem fram fer á norðurlandi helgina 8. – 10. maí. Er þetta próf jafnframt síðasta veiðpróf vetrarins.

Upplýsingar um prófið er að finna á vef Fuglahundadeildar. Sjá HÉR. Nánar upplýsingar veitir stjórn fuglahundadeildar. Hægt er að senda þeim skilboð af vefsíðu deildarinnar. Senda póst á FHD.