Litli frakkinn

1425796_196121093909412_1941792981_n

Breton dregur nafn sitt af Bretonhéraðinu í Frakklandi, betur þekkt á Íslandi sem Britagne-skaginn. Tegundin er talin elsta tegund franskra standani fuglahunda og er sú minnsta. Bretonar eru lífsglaðir, fjörugir og kraftmiklir veiðihundar. Þeir leita, benda og sækja, bæði á landi og í vatni. Þeir eru húsbóndahollir, barnelskir og auðveldir í umhirðu. Þeir bregðast vel kennslu og leiðréttingu og eru fljótir að læra. 


fhdLogo190 Bretoneigendur á Íslandi sem eru félagar í HRFÍ (Hundaræktarféli Íslands) geta valið að vera félagar í FHD (Fuglahundadeild). Á heimasíðu Fuglahundadeildar má finna allar upplýsingar um veiðipróf fyrir standandi fuglahunda.“Hlutverk Fuglahundadeildar er m.a. að halda veiðipróf fyrir fuglahunda til að meta og staðfesta veiðigetu hunda með tilliti til ræktunar. Hlutverk deildarinnar er einnig að leggja grunn að markvissri hundarækt með hlutlægu og ábyrgu vali á ræktunardýrum og pörun þeirra m.a. með því að stuðla að þátttöku meðlima deildarinnar á hundasýningum, í veiðiprófum sem og læknisskoðunum á hundum í leit að arfgengum sjúkdómum.” (www.fuglahundadeild.is). Á vegum fuglahundadeildar eru einnig haldnir ýmsir viðburðir. Æfingagöngur, námskeið, fyrirlestar o.fl.

cropped-10136_10201049096929844_1019346582_n.jpgNauðsynlegt er þeim sem veltir fyrir sér að eignast fuglahund að gera sér grein fyrir því að með fuglahundi er hann að velja sér veiðifélaga til næstu tíu ára hið minnsta og fyrir höndum eru krefjandi verkefni, bæði við þjálfun og útiveru.”  

( www.fuglahundadeild.is)