Litli frakkinn
Breton dregur nafn sitt af Bretonhéraðinu í Frakklandi, betur þekkt á Íslandi sem Britagne-skaginn. Tegundin er talin elsta tegund franskra standani fuglahunda og er sú minnsta. Bretonar eru lífsglaðir, fjörugir og kraftmiklir veiðihundar. Þeir leita, benda og sækja, bæði á landi og í vatni. Þeir eru húsbóndahollir, barnelskir og auðveldir í umhirðu. Þeir bregðast vel kennslu og leiðréttingu og eru fljótir að læra.