Til hamingju Hrímlands ræktun

Fjölgun hefur orðið hjá Hrímlands ræktun þegar Pi Blika De La Riviere Ouareau gaut 4 hvolpum fyrir stuttu. Blika og Bylur eignuðust 3 rakka og 1 tík og óskum við Stefáni og Dagfinni innilega til hamingju með gotið. Stefán Karl gefur allar upplýsingar um ræktunina.

Til hamingju Hraundranga ræktun

16. febrúar 2023 fæddust fyrstu hvolparnir hjá Hraundranga ræktun. Fóellu Aska og Tindur eignuðust 6 hvolpa, 4 tíkur og 2 rakka og óskum við ræktendum Helga og Eydísi innilega til hamingju með gotið. Helgi veitir allar upplýsingar um ræktunina.

Væntanlegt got – mars 2023

Nú hefur verið staðfest að hvolpar eru væntalegir hjá Hrímlands ræktun. Pöruð voru Pi Blika De La Riviere Ouareau og ISFTCh RW-19 Bylur og eiga hvolparnir að koma í heiminn í mars. Til að fá nánari upplýsingar um gotið hafið samband við Stefán Karl Guðjónsson í síma 843-7721 eða stebbik@gmail.com