Í haust voru fluttir inn frá Noregi tveir bretonhvolpar. Bylur (svart/hvítur rakki. Beðið er eftir staðfestingu á ræktunarnafni). Eigandi: Stefán Karl Guðjónsson. Vinterfjellet’s Héla (orange/hvít tík). Eigendur: Dagfinnur Smári Ómarsson og Pétur Alan Guðmundsson. Þessir hvolpar koma úr öflugum veiðilínum og eru kærkomin viðbót við okkar litla genamengi. Það verður spennandi að fylgjast með þeim næstu […]
Í veiðiprófi sem haldið var í Áfangafelli helgina 12. – 14. september hlaut Fóellu Kolka 1. einkunn. Leiðandi og eigandi: Dagfinnur Smári Ómarsson. Kolka hefur þar með unnið sér inn rétt til þátttöku í keppnisflokki. Glæsilegur árangur hjá þessari ungu og efnilegu tík. Hjartanlega til hamingju með árangurinn! Er þetta jafnframt eina próf haustsins þar […]
Tveir bretonar, Fóellu Ari og Fóellu Kolka hlutu einkunn í Kaldaprófinu sem fór fram í Eyjafirði um síðustu helgi. Það er óhætt að óska drengjunum hjartanlega til hamingju með hundana sína. Virkilega gaman að sjá Fóellu afkvæmin springa út. Þau eru bara rétt að byrja sinn feril í opnum flokki. Öll úrslit úr Kaldaprófinu er […]