Bretonfréttir

Bretonarnir, Fóellu Snotra og Rypleja’s Klaki, sem tóku þátt í unghundaflokki í veiðiprófi Írsksetadeildar í dag stóðu sig með stakri prýði. Bæði náðu þau einkunn. Snotra fékk 2. einkunn og Klaki 3. einkunn. Vel gert hjá þessum ungu hundum. Snotra er rétt rúmlega eins árs en Klaki er á fyrsta ári.  

Bretonfréttir

Dagana 19. – 21. apríl fer fram veiðipróf Írsksetterdeildar. Þrír bretonar taka þátt. Í prófinu. Í unghundaflokki hleypur  Fóellu Snotra sem er úr goti  C undan Midvejs Össu og Byl og nýjasta viðbótin í bretonflóruna okkar hann Rypleja’s Klaki. Í opnum flokki og keppnisflokki hleypur Fóellu Kolka úr goti B undan Össu og Midvejs XO […]

Bretonfréttir

Þessa helgina fer fram veiðipróf Vorstehdeildar. Gaman er að segja frá því að bretonar eru þar á meðal þátttakenda. Hinn ungi og efnilegi Rypleja’s Klaki tók þátt í unghundaflokki í gær og nældi sér í 3. einkunn. Góð byrjun sem fer án efa uppávið næstu misserin. Í dag hleypur svo Fóellu Kolka með eiganda sínum […]