Veiðipróf standandi fuglahunda á vegum Norðurhunda og HRFÍ fór fram helgina 5.-6. september. Dómari var Svafar Ragnarsson og dómaranemi var Einar Örn Rafnsson. 5 Bretonar tóku þátt, þau Aska, Hríma, Skíma, Blika og Tindur. Veðrið lék við hunda og menn á laugardaginn og komu 4 einkunnir í hús. Í unghundaflokki voru tveir hundar með einkunn, Steinahlíðar […]
Nú um helgina fór fram Norðurljósasýning HRFÍ sem einnig er alþjóðleg sýning og voru tveir bretonar sýndir. Almkullens Hríma var sýnd af Elínu Þorsteinsdóttur en Hríma nældi sér í bæði íslenskt og alþjóðlegt meistarastig og var Best of Breed (BOB). Hrímlands KK2 Ronja var sýnd af Viðari, eiganda sínum, í hvolpaflokki (6-9 mán) og fékk lofandi […]
Nú í dag voru tilkynntir stigahæstu hundar Fuglahundadeildar og það er gaman að segja frá því að Fjellamellas AC Norðan – Garri er stigahæsti unghundurinn (5 stig) og Rypleja´s Klaki stigahæstur í Opnum flokki (23 stig) á heiðarprófum 2019. Við óskum Klaka, Garra og eigendum þeirra innilega til hamingju með árangurinn. Sjá frekari úrslit hér