Þau einstaklega ánægjulegu tíðindi bárust á dögunum að hinn franskættaði Puy Tindur de La Riviere Ouareau náði þeim frábæra árangri að verða stigahæsti unghundur Fuglahundadeildar árið 2020. Við óskum eigendum hans þeim Helga og Eydísi, sem er leiðandi hans, hjartanlega til hamingju. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilega unga breton sem ætlað er það framtíðarhlutverk […]
Gleði fréttir frá Hrímlandsræktun en búið er að para Byl og Almkullens Hrímu. Væntanlegir hvolpar koma í heiminn um miðjan febrúar 2021 en Dagfinnur Smári veitir allar nánari upplýsingar um gotið.
Nú um helgina fór fram Bendispróf Vorstehdeildar og að þessu sinni tók 1 breton þátt. Hrímlands KK Bella tók þátt í sínu fyrsta prófi og fékk 3. einkunn í unghundaflokki á laugardeginum. Flott hjá Bellu og Kristni og við óskum þeim og öðrum einkunnahöfum innilega til hamingju með árangurinn.