Gleði fréttir frá Hrímlandsræktun en búið er að para Byl og Almkullens Hrímu. Væntanlegir hvolpar koma í heiminn um miðjan febrúar 2021 en Dagfinnur Smári veitir allar nánari upplýsingar um gotið.
Nú um helgina fór fram Bendispróf Vorstehdeildar og að þessu sinni tók 1 breton þátt. Hrímlands KK Bella tók þátt í sínu fyrsta prófi og fékk 3. einkunn í unghundaflokki á laugardeginum. Flott hjá Bellu og Kristni og við óskum þeim og öðrum einkunnahöfum innilega til hamingju með árangurinn.
Um helgina fór fram í Áfangafelli Royal Canin próf FHD þar sem hvorki meira né minna en 9 bretonar tóku þátt eða þau Assa, Aska, Blika, Bylur, Garri, Hríma, Klaki, Ronja og Tindur. Þetta var líflegt próf með fullt af fugli en veðrið var á köflum erfitt sem gerði það að verkum að stundum var […]