Áfangafellspróf FHD 19-21.09.25

Fyrsta próf haustsins er nú yfirstaðið og var það haldið á Auðkúluheiði þar sem tveir norskir dómarar komu og dæmdu prófið, Örjan Alm og Daniel Östensen. Þrír Bretonar mættu í próf, Hraundranga Mói og Ísey mættu í Opinn flokk og Hraundranga Assa í Keppnisflokk. Slatti var af fugli á heiðinni sem skartaði sínu fegursta bæði […]

Seinni sumarsýning HRFÍ 16.-17. ágúst 2025

Seinni sumarsýning HRFÍ fór fram helgina 16.-17. ágúst. Að þessu sinni var aðeins Hraundranga AT Assa skráð á seinni sýningardeginum, sem var alþjóðleg sýning, og dómari var Erin Brown frá Ástralíu. Assa var að mæta í sýna fyrstu sýningu og fögnum við alltaf þegar bretonar mæta í fyrsta skipti í dóm. Assa var sýnd í […]

Sækipróf FHD 9.-10. ágúst 2025

Síðasta sækipróf sumarsins fór fram helgina 9-10. ágúst og var haldið af FHD. Prófið var haldið í og við Kleifarvatn og dómari var Dag Teien frá Svíþjóð. Að þessu sinni var 1 Breton skráður eða Hraundranga AT Mói en Mói og Kári voru að mæta í sitt fyrsta sækipróf. Mói var skráður báða dagana og […]