Fóellu Aska hlaut á dögunum nýjan titil: NORDICCh sem þýðir að hún er Norðurlanda sýningarmeistari (Nordic Show Champion). Fegurri getur maður varla orðið. Við óskum eigendum, Elvu og Helga, hjartanlega til hamingju með Ösku.
Rypleja´s Klaki heldur áfram að gera sérdeilis frábæra hluti í veiðiprofum í Noregi. Í dag landaði hann 1. sæti í keppnisflokki í Kautokenoprófinu. Leiðandi Klaka í prófinu var Jan-Erik Jensen. Við óskum eigendum og leiðanda hjartanlega til hamingju með frábæran árangur. Á morgun keppa þeir Klaki og Jan-Erik til úrslita.
Annar góður dagur fyrir bretonana á alþjóðlegu hundasýningunni Hrfí sem fram fór um helgina. Puy Tindur De La Riviere Ouareau var valinn besti hundur tegundar á alþjóðlegri hundasýningu Hrfí. Hann hlaut m.a. alþjóðlegt meistarastig (1.EXC BOB CK 1.BTK CERT CACIB) Pi Blika De La Riviere Ouareau var valin besta tík tegundar í dag og hlaut […]