Nýr titill í hús hjá Ösku

Fóellu Aska hlaut á dögunum nýjan titil: NORDICCh sem þýðir að hún er Norðurlanda sýningarmeistari (Nordic Show Champion). Fegurri getur maður varla orðið. Við óskum eigendum, Elvu og Helga, hjartanlega til hamingju með Ösku.

Klaki heldur áfram að landa frábærum árangri í Noregshreppi.

Rypleja´s Klaki heldur áfram að gera sérdeilis frábæra hluti í veiðiprofum í Noregi. Í dag landaði hann 1. sæti í keppnisflokki í Kautokenoprófinu. Leiðandi Klaka í prófinu var Jan-Erik Jensen. Við óskum eigendum og leiðanda hjartanlega til hamingju með frábæran árangur. Á morgun keppa þeir Klaki og Jan-Erik til úrslita.

Glæsilegur árangur bretona á sýningu Hrfí

Annar góður dagur fyrir bretonana á alþjóðlegu hundasýningunni Hrfí sem fram fór um helgina. Puy Tindur De La Riviere Ouareau var valinn besti hundur tegundar á alþjóðlegri hundasýningu Hrfí. Hann hlaut m.a. alþjóðlegt meistarastig (1.EXC BOB CK 1.BTK CERT CACIB) Pi Blika De La Riviere Ouareau var valin besta tík tegundar í dag og hlaut […]