Þann 23. og 24. júlí fjölmenntu bretoneigendur á sýningu hjá Hundarrrækarfélagi Íslands. Dómarar voru heilt yfir strangir sem verður að teljast jákvætt. Við bretonana okkar voru þeir mjög strangir. Allir hundarnir fengu “Very good”. Sú einkunn dugar mjög vel til ræktunar en þess ber að geta að hundar sem áður hafa fengið excellent á sýningum […]
Þann 23-25. september 2016 verður haldið námskeið fyrir fuglahunda. Námskeiðið fer fram í Áfangafelli. Kennari á námskeiðinu er hinn rómaði hundaþjálfari Mattias Westerlund sem á og rekur hundaskóla Vision . Fullbókað er á námskeiðið og komust færri að en vildu. Hér má hlaða niður pdf skjali og lesa um skipulag kennslunnar: námskeið Hundskolan Vision (1)
Nú er Héla orðin eins árs. Hún er norsk að uppruna og kom til landsins sl. haust. Hún hefur þegar tekið þátt í tveimur veiðiprófum og gleður foreldra sína og uppeldismóður, Fóellu Kolku, með sprelli alla daga. Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með þessari norsk ættuðu tík. Fréttir af góðum árangri Hélu í Írsk […]