Uppfært! Þann 26. mars 2017 kom afrakstur pörunar Össu og Byls í heiminn. 8 hvolpar. Gotið lítur vel út og virðist heilbrigt. Nú fá litlu krílin að vaxa og dafna. Við setjum inn myndir öðru hverju. Verðandi eigendur og áhugafólk um standani fuglahunda á íslandi fylgjast spenntir með gangi mála á fb síðu Breton klúbbsins. […]
Sumir bretoneigendur eru mjög duglegir að taka myndir af lífi sínu með hundunum og setja á facebooksíðu bretonklúbbsins. Hér er brot úr lífi bretona á Íslandi á árinu 2016.
Bretonar áttu gott haust í veiðiprófum, utanlandsferðum og námskeiðahaldi. Dagfinnur Smári setti saman pistil þegar líða fór að rjúpnavertíðinni 2016. Pistillinn var birtur á facebooksíðu Breton klúbbsins. Hann er birtur í heild sinni hér: Það hefur verið mikið í gangi hjá okkur Breton fólki síðustu vikur og ætla ég að stikla á nokkrum góðum stundum. […]