Pörun :-) Uppfært!

Uppfært! Þann 26. mars 2017 kom afrakstur pörunar Össu og Byls í heiminn. 8 hvolpar. Gotið lítur vel út og virðist heilbrigt. Nú fá litlu krílin að vaxa og dafna. Við setjum inn myndir öðru hverju. Verðandi eigendur og áhugafólk um standani fuglahunda á íslandi fylgjast spenntir með gangi mála á fb síðu Breton klúbbsins. Nokkuð lengi hefur verið beðið eftir bretonhvolpum og er þetta got kærkomið.
Hér eru myndir af móður og börnum. 5 rakkar og 3 tíkur, alls 8 hvolpar.

 

Frétt af pörun í janúar 2017.

Pöruð hafa verið Midvejs Assa og Bylur . Við setjum inn fréttir af gangi mála um leið og þær berast. Upplýsingar um hundana veitir Siggi Benni.