Bretongot Kolku og Klaka

Við munum að sjálfsögðu setja inn myndir reglulega af gotinu hjá Dagfinni Smára undan Kolku og Klaka.  Við erum búin að gera síðu fyrir gotið sjá HÉR.
Það er fátt skemmtilegra og meira gefandi en að skoða myndir af bretonhvolpum sérstaklega fyrir þá sem eru að íhuga að fá sér góðan fuglahund.
Auk þess að vera fyrsta got bretontíkur sem fædd er á Íslandi, Fóellu Kolka,  þá eru í  þessu goti líka fyrstu þrílitu bretonarnir á Íslandi.  Það má kannski segja frá því til gamans að afi Kolku í móðurætt var þrílitur rakki. Þeir eiga því ekki langt að sækja þrílitinn þó líklegast komin hann frá í föðurnum.
Tvær myndir af Klaka föður hvolpanna fylgja þessu myndasafni. Hann þarf að puða flestar helgar á næstunni við að veiða rjúpur og bera björg í bú. Hann verður víst flott fyrirmynd í veiðinni eins og móðirin.

Upplýsingar um gotið gefur: Dagfinnur Smári Ómarsson
https://www.facebook.com/dagfinnur.omarsson