Bendisprófs Vorstehdeildar 3-4 okt.

Nú um helgina fór fram Bendispróf Vorstehdeildar og að þessu sinni tók 1 breton þátt. Hrímlands KK Bella tók þátt í sínu fyrsta prófi og fékk 3. einkunn í unghundaflokki á laugardeginum. Flott hjá Bellu og Kristni og við óskum þeim og öðrum einkunnahöfum innilega til hamingju með árangurinn.

Royal Canin próf FHD Áfangafelli 18-20 sept. 2020

Um helgina fór fram í Áfangafelli Royal Canin próf FHD þar sem hvorki meira né minna en 9 bretonar tóku þátt eða þau Assa, Aska, Blika, Bylur, Garri, Hríma, Klaki, Ronja og Tindur. Þetta var líflegt próf með fullt af fugli en veðrið var á köflum erfitt sem gerði það að verkum að stundum var […]

Veiðipróf Norðurhunda 5-6. september 2020

Veiðipróf standandi fuglahunda á vegum Norðurhunda og HRFÍ fór fram helgina 5.-6. september.  Dómari var Svafar Ragnarsson og dómaranemi var Einar Örn Rafnsson. 5 Bretonar tóku þátt, þau Aska, Hríma, Skíma, Blika og Tindur. Veðrið lék við hunda og menn á laugardaginn og komu 4 einkunnir í hús. Í unghundaflokki voru tveir hundar með einkunn, Steinahlíðar […]