Winter Wonderland sýning HRFÍ helgina 26.-27. nóvember 2022
Nú um helgina fór fram síðasta sýning ársins og var einn Breton sýndur en það var hún Netta. Netta var sýnd í eldri hvolpaflokki (6-9 mánaða), fékk sérlega lofandi umsögn og var besti hvolpur tegundar. Dómari var Norman Deschuymere frá Belgíu.
Við óskum Erlu og Guðmundi til hamingju með Nettu sem á framtíðina fyrir sér á sýningum og um leið hvetjum
við alla Breton eigendur að mæta á sýningar HRFÍ með sína hunda.