Veiðpróf Norðanhunda fer fram um þessa helgi, 9. – 10. október. Prófið í dag hófst á Vaðlaheiði en var síðar fært vegna þoku að Narfastöðum og Stafni í Reykjadal. Niðurstöður eftir fyrri dag eru ánægjulegar fyrir unnendur bretona. Tveir hundar hlutu 2. einkunn. Bretonarnir Puy Tindur De La Riviere Ouareau, leiðandi Eydís Elva Þórarinsdóttir og […]
Áfangafellsprófi Fuglahundadeildar lauk í gær. Þetta stærsta próf ársins sem markar lok veiðprófa fuglahunda ár hvert var venju samkvæmt haldið á Auðkúluheiði. Bretonarnir okkar áttu stórleik í prófinu undir handleiðslu Dagfinns Smára. Almkullens Hríma landaði 2 x 1. einkunn og í gær var hún valin besti hundur prófsins. Glæsilegur árangur. Bylur átti svo stórleik í […]
Fóellu Aska hlaut á dögunum nýjan titil: NORDICCh sem þýðir að hún er Norðurlanda sýningarmeistari (Nordic Show Champion). Fegurri getur maður varla orðið. Við óskum eigendum, Elvu og Helga, hjartanlega til hamingju með Ösku.