Það er ekkert lát á góðu gengi bretona á Íslandi. Á fyrsta degi Kaldaprófsins nældi Rypleja´s Klaki sér í 2. einkunn og var valinn besti hundur prófs í unghundaflokki. Fóellu Skuggi sem var að hlaupa í sínu fyrsta prófi fékk 3. einkunn. Aldeilis gaman hvað þessum fallegu dýrum gengur vel. Aðrir bretonar náðu ekki einkunn […]
Um næstu helgi verður hið margrómaða Kaldapróf Fuglahundadeildar. Prófið er haldið fyrir norðan á svæðum í kring um Akureyri. Það er ánægjulegt að segja frá því að fjórir bretonar taka þátt í þessu prófi. Ber þá fyrst að nefna Byl sem er faðir Fóellu gots C. Svo Fóellu Kolku sem keppir í opnum flokki og […]
Írsksetaprófinu lauk í dag með keppnisflokki. Það voru þaulreyndar hetjur sem öttu kappi ásamt fleiri góðum leiðendum og hundum. Sérstaklega ánægjulegt að Midvej´s Assa nældi sér í þriðja sæti á eftir Enska pointernum Karacanis Hörpu og Þýska bendinum Heiðnarbers Byl. Því miður voru engir fuglar í sleppum hjá Fóellu Kolku en hún átti frábæran dag […]