Bretonfréttir! :-)

Í nótt, 20. október fæddust fimm hraustir bretonhvolpar á Akureyri. Þjrár tíkur og tveir rakkar. Foreldrarnir eru eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni Fóellu Kolka og Rypleja’s Klaki. Hvolparnir eru allir með skott, svartir/hvítir og þrílitir svartir/orange/hvítir. Við óskum Dagfinni og Arnheiði innilega til hamingju með þessi fallegu kríli.

Bretonfréttir

Helgina 13. – 14. október var haldið veiðpróf Enska setadeildar. Það var unghundurinn Rypleja’s Klaki sem kom sá og sigraði sinn flokk báða dagana. Hann hljóp sig í 1. einkunn og heillaði dómarann uppúr skónum. Það kemur ekki á óvart því Klaki er ekki aðeins mjög efnilegur og skemmtilegur veiðihundur heldur býr hann yfir einstöku […]

Bretonfréttir

Það er ánægjulegt að segja frá því að Fóellu Kolka er komin að goti. Þessi frábæri veiðihundur hefur heillað marga dómara með góðri frammistöðu bæði í unghundalfokki og opnum flokki. Faðir hvolpanna, Rypleja’s Klaki hefur ekki síður vakið athygli fyrir einstaka vinnu í veiðprófum.  Hann skilur við  unghundaflokkinn með nokkrar einkunnir og síðustu prófahelgi með […]