Vorpróf Norðurhunda 28-30. apríl 2023

Um helgina fór fram vorpróf Norðurhunda og fór prófið fram á Norðurlandi. Prófið var sett alla dagana að Narfastöðum í Reykjadal og var góð þátttaka í prófið.

Bretonar gerðu gott próf þar sem á föstudeginum landaði Hrímlands HB Bangsi 2. einkunn í unghunda flokki og
var einnig valinn besti unghundur prófsins, eigandi hans Elís Ármannsson leiddi Bangsa.

Á laugardeginum tóku Bylur, Rypleja´s Klaki og Almkullens Hríma þátt í opnum flokki og fengu Klaki og Bylur báðir einkunn, Klaki fékk 1. einkunn og besti hundur í opnum flokki en hann var leiddur af Jan Erik Jensen og Bylur fékk 2. einkunn en hann var leiddur af Stefáni eiganda sínum.

Á sunnudeginum fóru Bylur, Hríma og Klaki í keppnisflokk og það gekk sérdeilis vel. Bylur og Stefán fengu 1. sæti, Hríma og Dagfinnur 3. sæti og Klaki og Jan Erik 4. sæti.

Glæsilegur árangur hjá Bretonum um helgina og óskum við Elís, Stefáni, Dagfinni og Jan Erik innilega til hamingju með árangurinn. Þess má geta að þetta var fyrsta einkunn á heiðaprófi hjá Bangsa og Elís og örugglega ekki sú síðasta en gaman verður að fylgjast með þeim félögum í framtíðinni 🙂 Öðrum einkunna- og sætishöfum í prófinu óskum við einnig innilega til hamingju með árangur helgarinnar.


Dómarar prófsins voru Kjartan Lindböl, Sverre Ragnar Anderson og Christian Slettbakk frá Noregi. Prófstjórar voru Dagfinnur Ómarsson og Hallur Lund og fulltrúi HRFÍ var Svafar Ragnarsson. Myndir fengnar að láni frá síðu Norðurhunda á Facebook.

Unghunda flokkur og opinn flokkur 28.04.23
Opinn flokkur á 29.04.23

Keppnisflokkur 30.04.23