Veiðipróf Norðurhunda 5-6. september 2020

Veiðipróf standandi fuglahunda á vegum Norðurhunda og HRFÍ fór fram helgina 5.-6. september.  Dómari var Svafar Ragnarsson og dómaranemi var Einar Örn Rafnsson. 5 Bretonar tóku þátt, þau Aska, Hríma, Skíma, Blika og Tindur.

Veðrið lék við hunda og menn á laugardaginn og komu 4 einkunnir í hús.

Í unghundaflokki voru tveir hundar með einkunn, Steinahlíðar Blökk (Enskur seti) fékk 2.einkunn og var valin og besti unghundur prófs og Tindur (Breton) fékk einnig 2. einkunn.

Í opnum flokki komu einnig tvær einkunnir í hús en þar fékk Karma (Pointer) 2. einkunn og var besti hundur prófs og Aska (Breton) fékk einnig 2. einkunn.

Á sunnudaginn var veðrið slæmt, aðstæður erfiðar og fuglinn styggur og lauk prófinu þann daginn án einkunna.

Við óskum einkunnahöfum innilega til hamingju með árangurinn.