Veiðipróf DESÍ 28.-30.mars 2025

Deild Enska Setans hélt veiðipróf um síðustu helgi þar sem 4 bretonar mættu til leiks. Góð skráning var í prófið sem var dæmt af Lasse Tano frá Svíþjóð, Einari Kalda og Guðjóni Arinbjörnssyni. Þeir Bretonar sem tóku þátt voru Fagradals Bella og Hraundranga AT Assa, Ísey og Mói sem öll tóku þátt í opnum flokki.

Enginn breton náði einkunn á föstudeginum en þau voru í stuði á laugardeginum þar Hraundranga AT Assa landaði 1.einkunn og var valin besti hundur prófs þann daginn. Haraldur og Assa eru þar með komin með þáttökurétt í keppnisflokki. Bella og Ísey náðu báðar 2.einkunn en Mói náði ekki einkunn í þetta skiptið en það skemmtilega vildi til að hann varð sér út um sóknarvottorð þar sem hann skilaði leiðanda rjúpu úr móanum í einu sleppinu. Góður dagur hjá Breton sem fékk 3 af 5 einkunnum dagsins í prófinu.

Einkunnahafar laugardagsins

Haraldur og Assa tóku síðan þátt í keppnisflokknum á sunnudeginum, sem dæmdur var af Einari og Guðjóni, en það gekk ekki upp hjá þeim að þessu sinni en góð reynsla engu að síður.

Við óskum Haraldi og Össu, Svafari og Bellu og Guðjóni og Ísey innilega til hamingju með árangurinn í prófinu. Við óskum öðrum einkunnahöfum í prófinu einnig til hamingju og þökkum DESÍ og styrktarðilum fyrir frábært próf.

Áfram Breton

Hraundranga AT Assa og Haraldur 1. einkunn OF og BHP – Dómari Lasse Tano
Fagradals Bella og Svafar 2.einkunn OF – Dómari Lasse Tano
Hraundranga AT Ísey og Guðjón 2.einkunn OF – Dómari Lasse Tano