Veiðipróf 2016

cropped-Kolka-Portrait-Haust-Sept-2013-B-11.jpg

Nú eru komnar dagsetningar fyrir öll veiðipróf á heiði og sækipróf sem haldin verða á vegum fuglahundadeilda Hrfí á þessu ári. Þetta eru Fuglahundadeild, Írsk setadeild og Vorstehhdeild.

Ef smellt er á myndina hér til vinstri af henni Fóellu Kolku, opnast tafla af síðu Fuglahundadeildar. Þar má sjá allar dagsetningar veiðiprófa og skráningarfrest. Skráningarfrestinn er gott að leggja á minnið.

Fyrsta veiðipróf vetrarins, Ellaprófið, verður haldið helgina 12. og 13. mars. Skráningarfrestur rennur út 2. mars. Allar upplýsingar um skráningar í Ellaprófið má finna á heimsíðu Fuglahundadeildar undir “Skrá í veiðipróf”

Það er óhætt að segja að bretonar á Íslandi hafi staðið sig með ágætum á síðasta ári.

Tveir hvolpar úr Fóellu gotinu þau Fóellu Kolka og Fóellu Ari náðu mjög góðum árangri sl. vetur. Kolka hlaut sína fyrstu 1. einkunn í OF og að auki hlaut hún 1 x 2. einkunn og 1 x 3. einkunn.  Fóellu Ari náði 2 x í 2. einkunn. Það verður spennandi að fylgjast með þessum systkinum á nýju ári. Þau eru þriggja ára frá því í september.

Ismenningens B-Billi

Ismenningens B-Billi

Á síðasta ár hlaut Ismenningens Billi 1 x 2. einkunn og hann mun án efa láta til sín taka í veiðiprófum á þessu ári.

Það er svo aldrei að vita nema við fáum að sjá í skottið á nýbúnum okkar í einhverju af prófunum á þessu veiðiprófaári, þeim Byl og Hélu.