Síðari dagur Norðanhundaprófsins
Á síðari degi Norðanhundaprófsins nældu tveir hundar sér í einkunn. Þar af einn breton. Hrímalands KK2 Ronja hljóp aftur í 2. einkunn og við óskum eiganda og leiðanda Viðari Erni Atlasyni hjartanlega til hamingju með þessa efnilegu tík. Dómari var sem á fyrri degi prófsins Svafar Ragnarsson og með honum gekk dómaraneminn Einar Örn.