Rypleja´s Klaki gerir það gott í Noregi
Rypleja´s Klaki sem nú er við æfingar og keppni í Noregi er að gera það gott. Hann tók þátt í sínu fyrsta prófi í dag NBK´s høyfjellet haustprófið sem fer fram í Meråker. Klaki gerði sér litið fyrir og náði 2. sæti í sínum riðli og tryggði sér sæti í úrslitum. Aðeins 3 hundar úr hverjum riðli mæta til úrslita á morgun. Leiðandi Klaka er Jan-Erik Jensen. Þetta er frábær árangur hjá Klaka sem er að etja kappi við bestu fuglahunda í Noregi. Einnig er afar ánægjulegt að á Íslandi sé til svo glæsilegt ræktunardýr. Við óskum Dagfinni hjartanlega til hamingju með Klaka.