Royal Canin próf FHD Áfangafelli 18-20 sept. 2020

Um helgina fór fram í Áfangafelli Royal Canin próf FHD þar sem hvorki meira né minna en 9 bretonar tóku þátt eða þau Assa, Aska, Blika, Bylur, Garri, Hríma, Klaki, Ronja og Tindur. Þetta var líflegt próf með fullt af fugli en veðrið var á köflum erfitt sem gerði það að verkum að stundum var erfitt var að vinna í móanum og fyrir hunda að nýta sín tækifæri. Klaki, Tindur og Ronja fengu einkunn á laugardeginum þar sem bæði Klaki og Tindur voru valdir bestu hundar prófs í sínum flokki. Á laugardeginum fengu Bylur, Tindur og Ronja einkunn og var Ronja einnig valin sem besti unghundur prófs þann daginn. Þess má einnig geta að Klaki var valinn besti hundurinn í opnum flokki samanlagt fyrir föstudag og laugardag 🙂

Assa, Bylur og Klaki tóku síðan þátt í keppnisflokki í dag, sunnudag, þar sem munaði hársbreidd að Bylur hefði lent í sæti en því miður náðist það ekki í þetta skiptið.

Dómarar voru Svafar Ragnarsson og Guðjón Sigurður Arinbjörnsson.

Við erum virkilega stolt af öllum okkar bretonum sem tóku þátt um helgina og það var gaman að sjá hversu fjölmennur litli breton-stofninn okkar er orðinn á veiðiprófum. Við hvetjum bretona til að mæta og taka þátt í veiðiprófum því það gefur hundum og leiðendum þeirra virkilega góða og mikilvæga reynslu sem gott er að búa að.

Úrslit föstudag 18. september

Unghundaflokkur
Puy Tindur De La Riviere Ouareau (Breton) 2. einkunn og besti hundur prófs í sínum flokki
Hrímlands KK2 Ronja (Breton) 3. einkunn
Steinahlíðar Atlas (Enskur setter) 3. einkunn
Veiðimela Bjn Orri (Snögghærður Vorsteh) 3. einkunn
Opinn flokkur
Rypleja’s Klaki (Breton) 1. einkunn og besti hundur prófs í sínum flokki
Vatnsenda Karma (Enskur pointer) 2. einkunn
Úrslit laugardag 19. september
Unghundaflokkur
Hrímlands KK2 Ronja (Breton) 2. einkunn og besti hundur prófs í sínum flokki
Puy Tindur De La Riviere Ouareau (Breton) 3. einkunn
Opinn flokkur
Vatnsenda Karma (Enskur pointer) 2. einkunn og besti hundur prófs í sínum flokki
Bylur (Breton) 2. einkunn