Sumir bretoneigendur eru mjög duglegir að taka myndir af lífi sínu með hundunum og setja á facebooksíðu bretonklúbbsins. Hér er brot úr lífi bretona á Íslandi á árinu 2016.
Bretonar áttu gott haust í veiðiprófum, utanlandsferðum og námskeiðahaldi. Dagfinnur Smári setti saman pistil þegar líða fór að rjúpnavertíðinni 2016. Pistillinn var birtur á facebooksíðu Breton klúbbsins. Hann er birtur í heild sinni hér: Það hefur verið mikið í gangi hjá okkur Breton fólki síðustu vikur og ætla ég að stikla á nokkrum góðum stundum. […]
Þann 23. og 24. júlí fjölmenntu bretoneigendur á sýningu hjá Hundarrrækarfélagi Íslands. Dómarar voru heilt yfir strangir sem verður að teljast jákvætt. Við bretonana okkar voru þeir mjög strangir. Allir hundarnir fengu “Very good”. Sú einkunn dugar mjög vel til ræktunar en þess ber að geta að hundar sem áður hafa fengið excellent á sýningum […]