Opið hús í Sólheimakoti 1. febrúar

129509159650910682Fuglahundadeild auglýsir opið hús í Sólheimakoti sunnudaginn 1.febrúar. kl.10.

Kjartan Lorange mætir til okkar og kennir hvernig á að flauta í anda – og gæsaflautur og eitthvað fleira skemmtilegt. Þið sem eigið flautur endilega mætið með þær.

Kjartan er veiðimaður að guðsnáð og fáir veiðimenn sem eyða jafnmörgum dögum við veiðar á ári og Kjartan. Hann er hafsjór af fróðleik um veiðar og allt sem snýr að þeim, þetta verður því afar fróðlegur morgun og hvetjum við alla til að mæta.

Kaffi og bakkelsi að hætti húsins.