Nýtt bretonblóð!

cropped-10151363_10207992749396816_7408710784850608759_n.jpgÍ haust voru fluttir inn frá Noregi tveir bretonhvolpar. Bylur (svart/hvítur rakki. Beðið er eftir staðfestingu á ræktunarnafni). Eigandi: Stefán Karl Guðjónsson. Vinterfjellet’s Héla (orange/hvít tík). Eigendur: Dagfinnur Smári Ómarsson og Pétur Alan Guðmundsson.
Þessir hvolpar koma úr öflugum veiðilínum og eru kærkomin viðbót við okkar litla genamengi. Það verður spennandi að fylgjast með þeim næstu árin. Héla og Bylur eru bæði staðsett á austurlandi. Lesið áfram til að skoða fleiri myndir af þessum fallegu hvolpum.

« of 6 »